Skíðagöngunámskeið fyrir almenning

Nú styttist í námskeið í skíðagöngu fyrir byrjendur og aðra sem vilja ná svolítið betri tökum á göngutækninni. Laugardaginn 17. janúar verða haldin þrjú slík námskeið og hefjast þau kl. 11, kl. 13 og kl. 15. Gera má ráð fyrir að hvert námskeið standi rúma klukkustund. Þau sem ekki eiga skíðagöngubúnað geta fengið hann lánaðan hjá Ulli. Þó má ekki treysta því að fleiri en 15 geti fengið lánaðan búnað á hverju námskeiði en annars ættu allt að 40 að komast á hvert námskeið.
Verð fyrir námskeiðið er 2.000 kr. en þau sem þurfa að fá lánaðan búnað greiða 1.000 kr. að auki.
Nauðsynlegt er að fólk skrái sig á námskeiðin. Það má gera með því að smella á myndina efst í dálkinum hér til hægri og fylla í eyðublað sem þá birtist.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur