Spor á höfuðborgarsvæðinu

Nú viðrar vel til skíðagöngu og fjölmargir möguleikar í boði fyrir okkur skíðagönguiðkendur.

Heiðmörk:  Búið að troða einfalt spor frá Elliðavatnsbænum (tengibrautina – 2,5 km) að skíðagöngusporinu við Heiðmerkurveg/Hjallabraut.  Þar tekur við 4 km hringur, sem vonandi verður hægt að stækka í 8 km.  Í Heiðmörk er afar fallegt og skjólsælt, en brautin hentar ekki alveg fyrir algera byrjendur. Fréttir af sporlagningu birtast hér.

Rauðavatn: 3 spor umhverfis vatnið, ca. 3 km.  Rennislétt og sérlega hentugt fyrir byrjendur. Sporið sér um sporlagningu.

Hólmsheiði:  Hafravatn og Hólmsheiði tengt saman. Tvöfalt spor, hátt í 20km allt í allt. Sporið sér um sporlagningu.

Mosfellsbær: Blikastaðir, tvöfalt spor við Blikastaði, rúmlega 4km hringur með smá hólum og hæðum. Sporið sér um sporlagningu.

Sporið sem leggur spor víða um höfuðborgarsvæðið er einnig á Strava og deilir nýjustu fréttum af sporum þar. Mælum með að skoða það en þá er einning hægt að glöggva sig á sporinu sjálfu sem er lagt.

Hvaleyrarvatn: Tvöfalt spor, 4km, Rennislétt og sérlega hentugt fyrir byrjendur. Skíða- og skautafélag Hafnarfjarðar sér um sporlagningu.

Bláfjöll:  Búið að troða 4 km tvöfalt spor / skautaspor upp á Heiðarbrún.  Hluti sporsins er upplýstur (3 km).  Frábærar aðstæður.  Samkvæmt Bláfjallamönnun vantar aðeins meiri snjó til að hægt sé að opna Strompahringinn (6 km) og Kerlingarheiðina (10 km).  Við Ullungar erum á fullu að vinna í nýja skálanum okkar sem við getum vonandi opnað fyrir almenning í lok janúar. Upplýsingar um opnun skíðasvæðisins eru hér.

Fyrir þá sem vilja kíkja út fyrir höfuðborgina þá er hægt að tékka á þessu:

Haukadalsskógur: Skógræktin deildi fréttum af spori í skóginum, sjá hér.

Þingvellir: Oft er troðið spor í þjóðgarðinum og þá má sjá fréttir af því hér.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur