Skíðagöngunámskeið fyrir almenning á sunnudaginn

Enn bíða margir eftir að komast á skíðagöngunámskeið hjá Ulli og nú hefur verið ákveðið að stefna á tvö námskeið sunnudaginn 17. mars. Fyrra námskeiðið verður kl. 11 og það síðara kl. 14.

********** Breyting:  Námskeiðið kl. 14 fellur niður! *********

Það er ekki alveg ljóst enn hve margir komast á hvort námskeið en það fer eftir því hve margir leiðbeinendur verða tiltækir. Birgðir félagsins af skíðum og skíðaskóm eru þó ekki meiri en svo að varla geta fleiri en 15 til 18 fengið lánaðan búnað í einu. Það fer þó nokkuð eftir því hvernig fæturnir dreifast á skónúmerin.
Skráning á námskeiðin er hér á vefnum, smellið á myndina efst í hægri dálkinum og fyllið í reitina. Það er ráðlegt að skrá sig sem fyrst því námskeiðin eru aðeins tvö að þessu sinni og námskeiðum fer að fækka þennan veturinn.
Eins og áður fara námskeiðin fram við skála Ullar í Bláfjöllum og hér á vefnum má sjá hvernig hægt er að finna hann: Smellið á „Um félagið“ – „Skálinn“ í svörtu línunni hér fyrir ofan.
Það er mikilvægt að allir mæti tímanlega og þeir, sem þurfa að fá lánuð skíði, verða helst að koma ekki síðar en hálftíma áður en námskeiðið hefst.
Svo vonum við að afbragðsgóð veðurspá rætist og að við getum átt ánægjulegan dag í Bláfjöllum!

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur