Námskeið á laugardaginn!

Auglýsing um námskeið

Ullur hefur staðið fyrir nokkrum námskeiðum í vetur þar sem almenningur hefur fengið tilsögn í undirstöðuatriðum skíðagöngunnar. Námskeiðin hafa verið þátttakendum að kostnaðarlausu vegna rausnarlegs stuðnings Olís, Ferðaþjónustu bænda o.fl. Nú er komið að lokaáfanga þessa verkefnis og tvö síðustu námskeiðin verða laugardaginn 23. mars kl. 11 og kl. 14.

Líklega geta milli 30 og 40 manns komist að á hvoru námskeiði. Birgðir félagsins af skíðabúnaði eru þó ekki meiri en svo að varla geta fleiri en 15-18 fengið lánuð skíði samtímis. Það er því nauðsynlegt að skrá sig á námskeiðin og er það gert með því að smella á myndina efst í dálkinum hér til hægri og fylla í formið sem þá birtist.

Námskeiðin fara fram við skála Ullar í Bláfjöllum og hér á vefnum má sjá hvernig hægt er að finna hann (svarta línan efst á síðunni, finnið „Um félagið“ – „Skálinn“). Það er mikilvægt að allir mæti tímanlega.

Gera má ráð fyrir að hvert námskeið taki eina til hálfa aðra klukkustund en mikilvægt er að þeir, sem þurfa að fá lánuð skíði, komi a.m.k. hálftíma áður en námskeiðið hefst svo tími sé til að velja rétta búnaðinn. Fólki verður skipt í hópa eftir fyrri reynslu og kunnáttu í skíðagöngu þannig að allir fái tilsögn við sitt hæfi.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur