Námskeið í skíðagöngu sunnudaginn 10. mars

Enn reynir Ullur að halda skíðagöngunámskeið fyrir almenning. Það lítur út fyrir að á sunudaginn, 10. mars, verði vindurinn genginn niður og komið besta veður í Bláfjöllum og við grípum því tækifærið og boðum þrjú námskeið þann dag, kl. 10, kl. 13 og kl. 16. Eins og áður verða námskeiðin ókeypis fyrir þátttakendur vegna rausnarlegra styrkja frá Olís, Ferðaþjónustu bænda og fleirum. Það er nauðsynlegt að skrá sig á námskeiðin með því að smella á myndina hér til hægri og fylla í formið sem þá birtist.

Námskeiðin eiga að henta bæði byrjendum og þeim sem hafa einhverja reynslu af skíðagöngu. Skipt verður í hópa, helst ekki fleiri en sjö til átta í hverjum hóp. Líklega verður hægt að taka 35 manns á tvö fyrri námskeiðin en nokkru færri á það síðasta. Og þeir sem ekki eiga sín eigin gönguskíði geta fengið lánað allt sem til þarf, bæði skíði og skó.

Það er mikilvægt að allir komi tímanlega og þeir, sem vilja fá lánuð skíði, verða að koma í síðasta lagi hálftíma áður en námskeiðið hefst. Rétt er að gera ráð fyrir að ferðin taki hálftíma úr efstu byggðum höfuðborgarinnar.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur