Uppfært: Fullt er nú orðið á bæði námskeiðin. Námskeið sem þessi eru haldin reglulega svo fylgist með hér á heimasíðunni eða á facebook síðu félagsins en námskeiðin verða auglýst þar.
Laugardaginn 9. janúar stendur Ullur fyrir námskeiðum í skíðagöngu, í Bláfjöllum, fyrir byrjendur og aðra sem vilja ná svolítið betri tökum á göngutækninni. Námskeiðin hefjast kl. 10:30 og kl. 13:00 og standa í rúma klukkustund. Smelltu hér til að skoða staðsetningu Ullarskálans í Bláfjöllum, þar sem æfingarnar fara fram.
Um 40 manns komast að á hvort námskeið og verður leiðbeinandi á hverja 7-8. Námskeiðið kostar 2.500 kr., þeir sem þurfa að fá lánaðan búnað greiða 1.500 kr. að auki en ekki má treysta því að fleiri en 15 geti fengið lánaðan búnað á hvoru námskeiði.
Skráning og greiðslur
Nauðsynlegt er að fólk skrái sig á námskeiðin og má gera það með því að smella á myndina efst í dálkinum hér til hægri eða með því að smella hér og fylla út eyðublað sem þá birtist. Skráningar taka gildi þegar greiðsla skráningargjalds hefur farið fram.
Greiðsluupplýsingar:
Skíðagöngufélagið Ullur
Kennitala: 600707-0780
Reikningsnúmer: 0117-26-6770
Skýring: BYR9JAN 2016
Vinsamlega greiðið aðeins eitt gjald í hverri færslu þannig að hægt sé að sjá fyrir hvaða þátttakanda er verið að greiða.