Uppfært: Lokað er nú fyrir skráningu.
Skíðagöngufélagið Ullur stendur fyrir 6 vikna æfingalotu í fyrir félagsmenn frá 7. janúar. Æfingarnar eru annars vegar ætlaðar nýjum félagsmönnum, lítt vönu skíðagöngu, t.d. hlaupurum sem stefna á að verða landvættir og hins vegar þeim sem eru vanir á gönguskíðum. Farið verður í alla helstu þætti skíðagöngunnar eins og skíðatækni, klæðnað, smurningu og fleira. Þjálfarar verða Einar Ólafsson, Grétar Laxdal Björnsson og Haraldur Hilmarsson sem allir eru mjög vanir skíðagöngumenn með áratuga skíðareynslu á bakinu. Mögulega er hægt að færa fólk á milli hópa eftir getu og aðstæðum þegar líður á æfingatímabilið.
Fyrsta æfing/kennsla fyrir nýliða verður fimmtudaginn 7. janúar kl. 18:00 í Bláfjöllum. Eftir það verða æfingar á miðvikudögum kl. 18:00
Fyrsta æfing fyrir lengra komna verður fimmtudaginn 7. janúar kl. 19:30 í Bláfjöllum. Eftir það verður æfingar á miðvikudögum kl. 19:30
Smelltu hér til að skoða staðsetningu Ullarskálans í Bláfjöllum, þar sem æfingarnar fara fram.
Þeir sem eru með smurningsskíði (ekki riffluð) þurfa að vera búnir að undirbúa skíðin sín fyrir kl. 18:00 fyrir fyrri æfinguna. Byrjað verður inni í skála Ullunga þar sem farið verður yfir helstu atriði í sambandi við skíðagönguna. Einnig verður farið mjög stutt yfir smurningu áburðar. Gert er ráð fyrir að a.m.k. einn tíminn fari í smurningskennslu á höfuðborgarsvæðinu miðað við veðurspá (slæmt veður og ekki hægt að hafa skíðakennslu upp í fjalli, nánari staðsetning auglýst síðar). Þegar tvísýnt verður um veður í Bláfjöllum munum við auglýsa hvort af æfingu verður og/eða hvort við flytjum hana í Heiðmörkina eða á golfvöllinn í Garðabænum. Fylgist með á Facebook-síðu Ullunga. Spurningar varðandi æfingalotuna er hægt að senda á Facebook síðu Ullunga.
Skráning og greiðslur.
Til að vera þátttakandi á æfingum Ullar þarf að vera skráður í félagið og upplýsingar um hvernig hægt er að skrá sig í félagið má finna hér.
Vikuleg æfing frá 7. jan. til 11. febrúar kostar kr. 9.000 og skráningar fara fram hér á heimasíðu Ullar. Skráningarformið má finna efst í hægri dálki síðunnar eða með því að smella hér. Skráningar taka gildi þegar að greiðsla skráningargjalds hefur farið fram.
Greiðsluupplýsingar:
Skíðagöngufélagið Ullur
Kennitala: 600707-0780
Reikningsnúmer: 0117-26-6770
Skýring: ÆFL1 2016
Vinsamlega greiðið aðeins eitt gjald í hverri færslu þannig að hægt sé að sjá fyrir hvaða félagsmann er verið að greiða.
Helgina 22.-24. janúar verða æfingabúðir einnig ætlaðar félagsmönnum og verða þær auglýstar síðar.