Ótrúlegur árangur Fróða Hymer á HM-unglinga

Fróði Hymer keppti í dag í sprettgöngu á Heimsmeistarmóti unglinga í Slóveníu og náði frábærum árangri. Af þeim 110 keppendum sem kláruðu keppnina endaði Fróði í 36. sæti tæpum 8 sekúndum á eftir svíanum Erik Bergström sem vann undanrásirnar og rétt rúmlega 1 sekúndu frá sæti í úrslitum!

Þetta er stórkostlegur árangur, sérstaklega í ljósi þess að sprettganga er ekki sterkasta grein Fróða og má því segja að hanna hafi komið sjálfum sér og öðrum verulega á óvart. Ef horft er til þess að Fróði er fæddur 2005, og því í næst elsta árganginum á mótinu, má sjá að Fróði var í 18. sæti meðal sinna jafnaldra.

Það er ljóst að Fróði er í fantaformi enda búinn að æfa gríðarlega vel undanfarin ár. Það verður gaman að fylgjast með næstu keppnum hjá honum en strax  miðvikudaginn 7. febrúar keppir hann í  20 km göngu með frjálsri aðferð, hópstart.

Skíðagöngufélagið Ullur óskar Fróða til hamingju með árangurinn!

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur