Vegna ótryggs veðurútlits hefur stjórn Orkugöngunnar tekið þá ákvörðun að fresta göngunni um óákveðinn tíma. Þetta á við um allar vegalengdir, 60 km – 20 km – 7 km og 1 km.
Tilkynning um nýjan göngudag verður gefin út síðar.
Næsta ganga Íslandsgöngunnar er Orkugangan – Buchgangan á Húsavík og vefnum barst eftirfarandi skeyti að norðan:
Gönguskíðamenn um allt land eru minntir á Orkugönguna – Buchgönguna sem fram fer laugardaginn 13. þ.m. Aðstæður eru nú mjög ákjósanlegar og við
vonum að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir þegar gangan fer fram. Allar upplýsingar eru að finna á orkugangan.is og hvetjum við alla áhugasama til að kynna sér þær og skrá sig sem fyrst. Einnig er bent á volsungur.is varðandi upplýsingar skíðasvæðið.
Þá mun Vilborg Arna pólfari taka þátt í 20 km göngunni og að kveldi 13. apríl kl. 20, verður hún með erindið „ Lífs-spor sóló á Suðurpól -kraftur markmiða og drauma“. Frítt fyrir þátttakendur Orkugöngunnar.
Gönguskíðadeild Völsungs.