Brýning vegna Fossavatnsgöngunnar

Eldhuginn hógværi, Bobbi sjálfur, sendi skíðamönnum kveðju í gær þar sem hann lýsir því sem væntanlegir þátttakendur í Fossavatnsgöngunni geta hlakkað til eftir þrjár vikur. Þeir sem til þekkja geta vottað að hér mun hvergi ofmælt enda er Bobbi vanur að standa við orð sín. Gefum honum orðið:

Kæru skíðamenn,
Það er búið að vera frábær skíðavetur hjá okkur hér á Ísafirði og ekkert lát á. Í dag er sól og blíða, smá kaldi en frábært skíðafæri. Nú hrynja inn skráningar aldrei sem fyrr frá erlendum keppendum en okkur vantar alla þessa duglegu menn og konur út um hið fagra Íslands til að drifa í skráningu og gera þennan flottasta skíðaviðburð í heimi ennþá flottari (við erum alltaf svo hógværir hér vestra!).
Við fáum heimsmeistarann í lengri göngum, hin svissnesku Seraina Boner ásamt félaga sínum, Toni Livers sem keppt hefur á ófáum heimsbikarmótum undanfarin ár. Þau munu sjá um masterklass námskeiðið (á fimmtudegi kl. 17:00) sem alltaf hefur verið vinsælt hjá bæði krökkum og fullorðnum.
Þetta verður veisla frá fimmtudegi til sunnudags.

NÚ DRÍFUR ÞÚ ÞIG Í AÐ SKRÁ ÞIG Í ÞENNAN FRÁBÆRA VIÐBURÐ.

Sjá www.fossavatn.com

Með kveðju/Best regards/Med vennlig hilsen/Hiihtoterveisin
Kristbjörn R.Sigurjónsson

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur