Borist hefur ábending frá Skíðasambandi Íslands um eftirfarandi frétt á vef sambandsins:
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands heftur móttekið erindi frá Alþjóðaskíðasambandinu (FIS) þar sem kemur fram að Ísland muni eiga keppendakvóta á ólympíuleikum ungmenna 2012 fyrir einn pilt og eina stúlku í alpagreinum skíðaíþrótta. Þá er einn piltur númer 5 á varamannalista í skíðagöngu.
Skíðasamband Íslands hefur tilnefnt þátttakendur til keppni, í alpagreinum Þau Jakob Helga Bjarnason og Helgu Maríu Vilhjálmsdóttir, í skíðagöngu Gunnar Birgisson. Eftirfarandi þátttakendur eru tilnefndir til vara í alpagreinum. Stúlkur: 1. Thelma Rut Jóhannsdóttir, 2. Kolbrún Lilja Hjaltadóttir. Drengir: 1. Páll Ársæll Hafstað 2. Jón Elí Rúnarsson.
Valið var eftir stöðu þeirra á heimslista alþjóða skíðasambandsins FIS í svigi, stórsvigi og risasvig.
Þetta er í fyrsta skipti sem Ólympíuleikar ungmenna eru haldnir og munu þeir fara fram í Austurríki í janúar 2012.