Æfingar og keppni haustsins

Haustið nálgast og á stjórnarfundi, sem haldinn var mánudaginn 22. ágúst, voru lagðar línur um æfingar og keppni í haust. Stefnt er að tvenns konar æfingum:

Hjólaskíðaæfingar verða á hverjum þriðjudegi kl. 17:30 frá Víkingsheimilinu í Fossvogi. Fyrsta æfing verður 30. ágúst. Reynt verður að haga æfingum þannig að þær henti öllum, bæði byrjendum og lengra komnum. Þeir, sem ekki eiga hjólaskíði en langar til að prófa, ættu að geta fengið lánaðan búnað en þeir þyrftu þá helst að láta vita af sér fyrir fram, t.d. í tölvupósti til félagsins (krækja neðst í hægri dálki) eða með athugasemd við þessa færslu.

Æfingar með stafi verða annað hvert miðvikudagskvöld kl. 20:00 í Ártúnsbrekku (skammt frá gömlu toppstöðinni), fyrst 31. ágúst. Takið með stafi, helst u.þ.b. 10 cm styttri en skíðastafina. Stillanlegir göngustafir henta t.d. ágætlega í þessar æfingar. Frekari upplýsingar um fyrirkomulag þessara æfinga má t.d. finna hér.

Hjólaskíðamót verður haldið sunnudaginn 18. september kl. 10:00, væntanlega á Seltjarnarnesi. Skipt verður í aldursflokka karla og kvenna. Nánari upplýsingar koma þegar nær dregur.

Félagsmenn og aðrir, sem áhuga hafa, eru hvattir til að taka þátt í æfingunum og mótinu!

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur