Opin landsliðsæfing Skíðagöngunefndar SKÍ um verslunarmannahelgina

Jæja, þetta virðist ætla að verða flottur og stór hópur sem mætir á Hvammstanga um helgina og verður gaman að hittast! Linus landsliðsþjálfari byrjar með landsliðið á æfingum á Akureyri í dag og verða tvær æfingar á dag, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag.

Flestir virðast vera á leiðinni á Hvammstanga seinnipartinn á föstudag og þess vegna verður fyrsta æfingin á Hvammstanga á laugardagsmorgun. Linus ætlar þá að láta landsliðið hvíla á föstudag. En það verða æfingar á mánudag og sendum við ykkur fullkomna dagskrá eftir hádegið í dag þegar fyrstu æfingunni líkur hér á Akureyri. Eldri unglingunum er velkomið að vera með á æfingum hér á Akureyri með landsliðinu og talaði Linus um að fimmtudagurinn passaði vel fyrir aðra að vera með. Þannig að ef einhverjir vilja vera með þar þá endilega látið vita.

Heyrumst og sjáumst!
Óli

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur