Einu sinni var stofnaður hópur á Facebook fyrir Ull. Það var dálítið líf í honum í fyrstu en síðan lognaðist hann út af. Félagið hefur enn áhuga á að nýta sér Facebook og hinar miklu vinsældir þess fyrirbæris sem viðbót við þennan vef til að efla samskipti milli félagsins, félagsmanna og annarra áhugamanna um skíðagöngu. Nú hefur því verið stofnuð síða á Facebook en síða hentar líklega betur en hópur til slíks. Síðuna má finna hér en einnig má finna krækju í hana í dálkinum hér til hægri undir fyrirsögninni 6. Um vefinn o.fl. Þetta er opin síða sem allir geta gerst áskrifendur að og félagið mun nota hana t.d. til að tilkynna um væntanlega viðburði, segja frá skemmtilegum uppákomum og birta myndir. Einnig til að benda á merkilegar fréttir hér á þessum vef. Til þess að þetta virki vel þarf síðan að hafa sem allra flesta lesendur og þið eruð því hér með hvött til að skrá ykkur á síðuna og senda hana áfram til allra vina ykkar sem þið getið ímyndað ykkur að hafi nokkurn minnsta áhuga á skíðagöngu!
Ullur á Facebook
- Félagsstarf, Fréttir, Um vefinn
Deila
Facebook
Twitter