Öll námskeið fullbókuð!

Það kom ekki mjög á óvart að talsverð aðsókn yrði að námskeiðunum þremur sem Ullur mun halda laugardaginn 17. janúar en eftirspurnin fór þó fram úr björtustu vonum. Nú eru öll námskeiðin þrjú fullbókuð og vel það. Það verða því rúmlega 120 manns sem fá tilsögn í hinni bráðskemmtilegu almenningsíþrótt skíðagöngu um komandi helgi og komust þó færri að en vildu því birgðir félagsins af skíðabúnaði annaði ekki eftirspurn. Það er því mjög æskilegt að þau sem af einhverjum ástæðum þurfa að hætta við þátttöku í námskeiðunum láti félagið vita sem fyrst, helst með tölvupósti til ullarpostur@gmail.com.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur

Gróðursetning í Bláfjöllum