Svör við spurningum er varða námskeiðið laugardaginn 17. jan.

Margar spurningar hafa borist er varða námskeiðið á laugardaginn og til uppl. koma hér helstu svör.
Það er gott að ætla um 15 mín í að aka Bláfjallaafleggjarann.
Við höfum skíði handa börnum/unglingum.
Það má búast við kulda, því henta síð nærföt, flíspeysa, útivistarbuxur og vindskel/buxur og jakki, 1-2 buff, góð húfa og hanskar/. Æskilegt að klæðnaður sé lipur, dúnúlpa getur vel hentað en síður þungar síðar úlpur. Skór sem fólk fær hjá okkur eru vel fóðraðir og því þarf ekki þykka sokka í þá. Við eigum skó upp í nr 47.
Fleiri námskeið hafa ekki verið ákveðin, hópar með fleiri en 5 manns geta pantað og við reynum að koma á námskeiði fyrir þá. Þetta snýst um að manna með sjálfboðaliðum.
Á sunnudaginn verður alþjóða snjódagurinn og skíðasvæðið í Bláfjöllum hefur óskað eftir að við bjóðum upp á leiðbeiningu á milli kl 14 og 16, ekki er búið að manna það en verður kynnt síðar.
Þóroddur F.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur