Mikil aðsókn að námskeiðum

Það hafa margir skráð sig á námskeiðin laugardaginn 17. janúar og námskeiðin kl. 11 og kl. 13 eru fullbókuð. Allar birgðir félagsins af skíðabúnaði eru líka bókaðar. Það var því nauðsynlegt að loka fyrir skráningu þeirra sem þurfa að fá lánuð skíði og skráningarkrækja fyrir skíðalán hefur verið fjarlægð. Enn eru hins vegar örfá pláss á námskeiðinu kl. 15 fyrir þau sem koma með eigin skíðabúnað.

Námskeiðin kl. 11 og kl. 13 eru fullbókuð og lokað fyrir skráningu á þau. Enn eru laus örfá pláss kl. 15 en aðeins fyrir fólk sem kemur með eigin skíði.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur