Skíðagöngufélagið Ullur hefur opnað nýjan vef með slóðinni https://ullur.is. Vefnum er ætlað að vera vettvangur forsvarsmanna félagsins til að miðla upplýsingum til félagsmanna og annarra áhugamann um skíðagöngu en einnig að gefa almennum félagsmönnum tækifæri til að taka þátt í skoðanaskiptum og segja frá sínum sjónarmiðum, bæði til gagns og gamans. Félagsmenn eru því hvattir til að taka virkan þátt í að nota vefinn.
Vefurinn er smíðaður og vistaður í kerfi sem nefnist WordPress og til að fá réttindi til að skrifa færslur á vefinn þurfa félagsmenn að skrá sig sem notendur hjá WordPress.com (krækja neðst í hægri dálki), velja notandanafn, gefa upp tölvupóstfang og fá úthlutað lykilorði. Þegar það er fengið þarf að senda umsjónarmanni vefsins (krækja neðarlega í hægri dálki, tölvupóstur til vefstjóra) upplýsingar um hvaða tölvupóstfang var notað við skráninguna og þá getur hann veitt nýjum notanda skriftaraðgang að vefnum.
Þótt vefurinn hafi nú verið opnaður formlega er enn ýmislegt sem þarf að lagfæra. Allar ábendingar um slíkt og tillögur um á hvern hátt vefurinn gæti þjónað félagsmönnum og skíðagönguíþróttinni eru því vel þegnar. Vinsamlegast nýtið tölvupóstkrækjurnar hér í hægri dálkinum til að koma slíku á framfæri við félagið og/eða vefstjóra.