Nýliðamánuður fyrir 9-11 ára í skíðagöngu
Í janúar viljum við leyfa öllum 9-11 ára sem vilja koma og prófa skíðagönguæfingar að mæta á æfingar hjá okkur frítt.
Æfingar verða á fimmtudögum kl. 18 og sunnudögum kl. 11
Sunnudagsæfingarnar verða sniðnar að nýliðum og munu henta öllum, hvort sem þau eru að stíga í fyrsta skipti á gönguskíði eða hafa stundað æfingar áður. Farið verður í leiki og fleira skemmtilegt.
Fimmtudagsæfingarnar eru með eldri krökkunum og því meira krefjandi, velkomið er að mæta en þá er ennþá mikilvægara að einhver fylgi barninu ef það nær ekki að fylgja hinum krökkunum á æfingunni.
Þar sem skíðaganga er algjörlega háð veðri og snjóalögum og aðstæður geta breyst með mjög litlum fyrirvara er nauðsynlegt að skrá sig svo hægt sé að láta vita af staðsetningu æfinga og ef breyting verður á staðsetningu eða tímasetningu. Við förum þangað sem aðstæður eru bestar hverju sinni (Bláfjöll, Heiðmörk eða einhversstaðar á höfuðborgarsvæðinu). Skráning til að prófa æfingar er á krakkaullur@gmail.com en taka þarf fram: Nafn, aldur, netfang foreldris/forráðamanns, símanúmer foreldris/forráðamanns.
Ef krakkarnir eru að stíga sín fyrstu skref á skíðum er mikilvægt að foreldrarnir séu nálægt svo hægt sé að grípa fljótt og vel inn í ef eitthvað kemur upp. Aðalmarkmiðið er að upplifun barnanna sé sem jákvæðust og skemmtilegust og þá getur verið gott að hafa mömmu og/eða pabba nálægt.