Það lítur út fyrir þokkalegt veður í Bláfjöllum í kvöld og þar sem mikil eftirspurn er eftir tilsögn í skíðagöngu verður reynt að grynnka á biðlistanum með því að bjóða upp á tilsögn sem hefst annars vegar kl 18 og hins vegar kl. 20 og frameftir kvöldi. Ekki liggur fyrir hvað leiðbeinendur verða margir og þar með hvað hægt verður að sinna mörgum en fyrstir koma fyrstir fá og sama gildir um skíðabúnað ef fólk þarf að fá hann. Þeir sem þurfa skíðabúnað mæti 30 mín fyrir upphaf námskeiðs.
Þóroddur F.
Námskeið í Bláfjöllum í kvöld kl 18 og eitthvað frameftir
- Námskeið
Deila
Facebook
Twitter