Góðan daginn,
Vegna mikilli fyrirspurna þá langar okkur að koma eftirfarandi á framfæri:
- Skálinn okkar er lokaður þar til skíðasvæðið opnar formlega
- Skíðaleigan okkar er líka lokuð þar til skíðasvæðið opnar formlega
- Klósettin eru opin (eru á bílastæðinu)
- Næstu byrjendanámskeið verða vonandi auglýst um miðjan janúar
- Planið er að hafa bæði 6 skipta og 1 skipta byrjendanámskeið reglulega út mars (meðan aðstæður leyfa)
- Það mega allir nota sporið (hvort sem þeir eru í Ulli eða ekki) svo lengi sem þeir eiga vetrarkort eða dagskort á skíðagöngusvæðið. Það er skíðasvæðið í Bláfjöllum sem sér um sporið, leggur það og viðheldur. Frekari upplýsingar um verð á vetrarkortum/dagskorti og svo um sporið er að finna á síðu skíðasvæðisins, www.skidasvaedi.is