Myndir úr Fossavatnsgöngunni 2012 eru nú komnar á myndavefinn en hann finnst eins og kunnugt er með því að smella á myndina sem merkt er „Myndavefur“ í dálkinum hér til hægri. Myndirnar eru teknar við startið uppi á heiði og við markið. Engar meyndir eru frá verðlaunaafhendingunni og ef einhverjir eiga slíkar myndir væri ákaflega vel þegið að fá að birta þær. Þá eru góðar myndir úr göngunni að sjálfsögðu vel þegnar. Þeir, sem vilja koma myndum á framfæri, ættu að senda vefstjóra tölvupóst (krækja neðst í dálkinum hér til hægri).
Reynt var að setja einhvern texta við allar myndirnar. Látið endilega vita ef þið rekist á einhverjar villur þar og eins ef ykkur finnst eitthvað vanta. Og munið að það má skrifa athugasemdir við myndirnar, slíkt gerir myndasafnið enn skemmtilegra!
Myndir úr Fossavatnsgöngunni komnar á myndavefinn
- Fréttir, Um vefinn
Deila
Facebook
Twitter