Mótaskrá SKÍ er nú komin á vefinn. Mynd af henni má sjá hér til hliðar en til að gera hana læsilega má smella á myndina. Þá birtist pdf-skjal sem tilvalið er að prenta og hengja á ísskápinn.
Það verður nóg að gera fyrir Ullunga í vetur því félagið hefur veg og vanda af þremur mótum. Fyrst verður bikarmót fyrir 14 ára og eldri 23. – 25. janúar, næst á dagskrá er Bláfjallagangan 14. febrúar (15. febrúar til vara) og loks Unglingamót Íslands 28. – 30. mars. Öll þessi mót þarfnast margra starfsmanna og í Bláfjallagöngunni er það metnaðarmál að fá sem allra flesta keppendur. Í fyrra voru þeir 86, þar af gengu 58 lengstu vegalengd, 20 km, og fengu stig í Íslandsgöngunni. Nú hlýtur markmiðið að vera að rjúfa 100 þátttakenda múrinn. Hér með er skorað á alla Ullunga og aðra sem æfa á vegum félagsins að setja stefnuna á Bláfjallagönguna!
Þessi færsla mun að sjálfsögðu færast niður eftir síðunni og verða lítt sýnileg með tímanum en mótaskrána er líka að finna undir „Æfingar og keppni“ í svörtu línunni hér efst á síðunni.