Æfingabúðir Fossavatnsgöngunnar 2014

Aefingabudir haust 2014 NYTT-01Það eru tæpir tveir mánuðir til jóla en þeir, sem hlakka enn meira til hinna sívinsælu æfingabúða Fossavatnsgöngunnar á Ísafirði, geta glaðst yfir því að það eru ekki nema rúmar þrjár vikur þar til þær hefjast. Þetta árið verða þær 20.-23. nóvember. Þeir, sem ekki vilja missa af þessu tækifæri til að hressa upp á eða fínpússa skíðagöngukunnáttuna, ættu að bregðast fljótt við og tryggja sér pláss en nokkuð áreiðanlegar heimildir eru fyrir því að nú stefni í fjölmennustu æfingabúðir frá upphafi. Myndin hér til hliðar stækkar og verður læsileg ef smellt er á hana en hér má sjá drög að dagskrá og nánari upplýsingar:  Dagskrá æfingabúðanna

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur