Lítur út fyrir góðan dag í Bláfjöllum

Þrátt fyrir dimmt veður í höfuðborginni er færðin góð upp í Bláfjöll og útlit fyrir góðan dag á skíðum. Þótt búast megi við dálitlum éljum öðru hverju ætti að geta orðið vel bjart á milli og hið ágætasta skíðaveður í frábæru skíðafæri.  Rétt er þó að ætla sér aðeins rýmri tíma til akstursins.

Námskeiðalota Ullar heldur áfram í dag. Í gær fengu um 50 manns tilsögn í skíðagöngu og tæplega 40 eru skráðir á námskeiðin í dag kl. 11 og kl. 14. Og þeir sem misstu af námskeiðum þessa helgi þurfa ekki að örvænta því um næstu helgi verða aftur fjögur námskeið, tvö á laugardag og tvö á sunnudag. Það er enn nóg pláss á þeim og hægt að skrá sig með því að smella á myndina efst í dálkinum hér til hægri.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur