Fyrri námskeiðalotu lokið

Þá er fyrstu lotu af námskeiðum í skíðagöngu fyrir byrjendur lokið. Fjöldi upprennandi göngumanna kom á námskeiðin á sunnudag og lærðu undirstöðuatriði skíðagöngu í frábæru færi og veðri. Aðstæður voru til fyrirmyndar en dagurinn byrjaði með smá ofankomu en upp úr hádegi létti til og dagurinn varð eins og þeir gerast bestir, stilla og frábært færi. Vöfflur og heitt kakó beið svo þátttakenda eftir námskeiðið í Ullarskálanum.

Frábær þátttaka hefur verið um helgina en 115 manns mættu á þessi fyrstu fjögur námskeið hjá okkur. Önnur lota af námskeiðum verður næstu helgi, 19. og 20. janúar, og vonumst við að sjálfsögðu eftir enn fleiri þátttakendum. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í námskeiðum næstu helgi geta skráð sig með því að smella á myndina efst til hægri á síðunni og fylla út eyðublaðið. Athugið að hægt er að fá lánuð skíði á staðnum en merkja þarf sérstaklega á skráningareyðublaði ef á að fá lánuð.

Hér eru þrjár myndir frá sunnudeginum, smellið á þær til að stækka! Miklu fleiri myndir frá fyrri námskeiðshelginni eru komnar á myndavefinn, smellið á „Myndasafn“ neðan við auglýsingarnar í dálkinum hér til hægri.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur