Það var líf og fjör við Ullarskálann í dag þar sem u.þ.b. 50 manns fengu tilsögn í undirstöðuatriðum skíðagöngunnar. Tvö námskeið verða á morgun og má búast við álíka fjölda þá. Um næstu helgi verða svo enn fjögur námskeið, kl. 11 og 14 bæði laugardag og sunnudag. Enn er hægt að skrá sig á öll þessi námskeið!