Kristrún stendur í ströngu – Austurríki til Kína

sprettur.jpg
Kristrún kemur í mark í sprettgöngu. Mynd: SKÍ

Kristrún Guðnadóttir lauk fyrir skemmstu þátttöku á heimsmeistaramótinu í norrænum greinum í Seefeld í Austurríki.

Kristrún keppti þar í 5 km undankeppni og náði þar frábærum árangri og endaði í 7. sæti, 1:43 mín á eftir fyrstu konu. Sá árangur dugði til að tryggja sig áfram í allar aðalkeppnir mótsins í lengri vegalengdum.

Auk þess að keppa í undankeppninni kepti Kristrún í sprettgöngu með frjálsri aðferð og 10 km göngu með hefðbundinni aðferð.

Í sprettgöngunni náði Kristrún frábærum árangir og endaði í 65. sæti af 110 keppendum, rétt um 18 sek á eftir besta tíma í undanrásum. Sá árangur dugði þó ekki til að komast áfram í úrslitakeppnina en 32 keppendur komast áfram í úrslit auk 6 bestu tímanna þar á eftir. Það er því ljóst að Kristrún var rétt um 10 – 12 sek frá því að komast áfram í úrslit og framtíðin er björt hjá þessari frábæru skíðakonu.

Kristrún lauk svo keppni í 10 km skíðagöngu með hefðbundinni aðferð þar sem hún endaði í 73. sæti.

Frá Austurríki flaug svo Kristrún beint til Kína þar sem hún í dag tekur þátt í sprettgöngu í Bejing. Það er skemmst frá því að segja að hún endaði 34. í undanrásum af 70 keppendum, rétt um 5 sek frá því að komast áfram í úrslit. Samtals mun Kristún keppa í þremur sprettgöngum í Kína.

Formið hjá Kristrúnu er greinilega stígandi í aðdraganda Skíðalandsmóts Íslands sem fram fer á Ísafirði dagana 4. – 7. apríl.

 

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur