Æfingar og námskeið næstu daga.

Ný stök námskeið komin inn á verslun.ullur.is

Nú er loksins hægt að fara á gönguskíðum um Bláfjöll aftur. Búið er að troða 4,5 km braut upp á Heiðarhorn.

Nú eru C og D hóparnir á 6 skipta námskeiðunum að klára síðustu tímana sína og ætlum við að opna fyrir skráningu á nýtt 6 skipta námskeið á morgun. Það verður með aðeins öðru sniði en hin því það verður kennt mánudaga, miðvikudaga og laugardaga á tveimur vikum. Ef þátttaka veður góð ætlum við að reyna að bjóða upp á annað námskeið strax í kjölfarið.

Stök byrjendanámskeið verða vonandi á fimmtudaginn og svo um helgina. Fer eftir veðri. Opnað verður fyrir skráningu á fimmtudagsnámskeiðið í hádeginu á morgun, miðvikudaginn 6. mars. Væntanlega verður opnað fyrir skráningu á helgarnámskeiðin á fimmtudaginn.

Munið svo að það eru skíðagönguæfingar á miðvikudögum kl. 19:30 fyrir almenning sem hefur einhverja reynslu af skíðagöngu eða hefur farið á námskeið. Tilvalið þau sem vilja æfa sig í góðum hópi, t.d. fyrir Íslandsgöngurnar eða aðrar lengri göngur.

Skráning fer fram á https://verslun.ullur.is/

 

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur