Sögulegur árangur hjá Snorra á heimsmeistaramótinu

einarsson03032019fm12013-
Snorri Einarsson gerir sig kláran fyrir 50 km göngu á HM. Mynd: Nordic Focus

Ullungurinn Snorri Einarsson lauk keppni á heimsmeistaramótinu í norrænum greinum í gær með þátttöku í 50 km skíðagöngu með frjálsri aðferð. Með startnúmer 52 í 65 manna hóp var Snorri fyrir gönguna 52. besti skíðamaðurinn á ráslínu sé tekið mið af FIS stigum.

Óhætt er að segja að Snorri hafi útfært gönguna taktískt hárrétt og endað mótið með glæsibrag. Lengst af hélt Snorri sig aftarlega í hópi keppanda og sparaði krafta fyrir lokasprettinn. Við 10 km til 30 km millitíma var Snorri á bilinu 35-40 sæti. Það dró hinsvegar til tíðinda við 41,5 km markið þegar Snorri mælist með 16. besta millitíman og einungis 8,5 km eftir í mark.

Norðmaðurinn Hans Crister Holund hafði á þessum tímapunkti tekið af skarið og náð afgerandi forustu sem þó minnkaði þegar Rússinn Alexander Bolshunov gerði heiðarlega atlögu að fyrsta sætinu. Svo fór að Hans Crister Holund vann og Alexander Bolshunov varð annar.

Þeir sem á eftir komu, þar á meðal Snorri, gengu saman nánast alla leið í mark og keppnin um 3. sætið gríðarlega mikil. Það fór þó svo að Norðamaðurinn Sjur Røthe hrepti 3. sætið einungis 18 sekúndum á undan Snorra sem fylgdi bestu skíðagöngumönnum heimsins fast á hæla og kláraði eina af sínum bestu göngum á ferlinum í 18. sæti, 1:15 mín á eftir sigurvegaranum. Fyrir gönguna fékk Snorri 16 fis-stig sem er hans besti árangur Íslendings frá upphafi.

Það má segja að allt hafi gengið upp. Snorra gekk vel að fá í sig næringu og drykk á meðan á göngunni stóð en það er gríðarlega mikilvægt í göngu sem þessari. Við aðstæður eins og í göngunni, mikill hiti og sól, er hætta á að líkaminn ofþorni og þrek minnki til muna. Skíðin voru mjög góð og skíðaskipti gengu hratt og vel fyrir sig, en keppendum er frjálst að skipta um skíði með reglulegu millibili í göngunni. Snorri skipti einu sinni um skíði eins og flestir aðrir keppendur og hafði því góð skíði alla gönguna.

Það er ekki víst að allir geri sér grein fyrir hvílíkt afrek þetta er. Í raun getum við sagt að Ullur og Ísland hafi í gær átt 18. besta skíðamann í heimi!

Skíðagöngufélagið Ullur óskar Snorra til hamingju með frábæran árangur!

feature30319vt036
Snorri, númer 52 ofarlega til vinstri, í harðri baráttu í 50 km göngu. Mynd: Nordic Focus

 

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur

Gróðursetning í Bláfjöllum