Hvað gátu Íslendingar í Vasa?

Þótt nú séu allir löngu komnir í mark í Vasagöngunni og flestir komnir heim til sín og farnir að snúa sér að öðru er þó varla hægt að segja að henni sé lokið enn því það er lengi hægt að velta fyrir sér úrslitum og rifja upp góðar minningar. Gísli Harðarson gerði skemmtilega yfirlitsmynd af árangri Íslendinga í aðalgöngunni en meðal þeirra 12518 sem luku göngunni í karlaflokki voru 20 Íslendingar (engin íslensk kona var með í 9o km göngunni að þessu sinni). Gísli mokaði öllum úrslitum inn í Excel og teiknaði tíðnidreifingu á lokatímunum. Hver súla spannar tvær mínútur og rauðu súlurnar sýna hvenær einn eða fleiri Íslendingar komu í mark. Hér sést líka að þegar straumurinn af keppendum í mark var sem þéttastur komu u.þ.b. 110 í mark á tveimur mínútum eða næstum einn á hverri sekúndu!

Við þökkum Gísla fyrir skemmtilega mynd sem birtist hér fyrir neðan en með því að smella á myndina má sjá hana stærri. Hér má svo sjá töflu yfir árangur Íslendinganna.

Árangur Íslendinga í Vasagöngunni 2011

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur