Nokkrir Ullungar lögðu leið sína til Hólmavíkur og tóku þátt í Strandagöngunni sem fram fór í Selárdal laugardaginn 12. mars og má sjá mynd af þeim hér til hliðar (ef smellt er á myndina birtist hún stærri!). Fremst á myndinni er Gerður Steinþórsdóttir, fyrir aftan hana Sigurbjörg Gísladóttir og Málfríður Guðmundsdóttir, þar fyrir aftan Hreinn Hjartarson, þá Þóroddur Þóroddsson og aftastur Gísli Óskarsson.
Þátttakendur í göngunni voru 82 og fór hún hið besta fram á ágætu veðri. Strandamenn eru þekktir fyrir myndarskap og gestrisni og brást það ekki að þessu sinni fremur en áður.
Meira má lesa um gönguna á vef Strandagöngunnar (krækja í dálkinum hér til hægri) og úrslitin má sjá hér. Fleiri myndir úr göngunni má sjá hjá Munda Páls og Nonna pósti.
Ullungar í Strandagöngu
- Fréttir, Keppni
Deila
Facebook
Twitter