Það eru margir stígar í Fossvogi og auðvelt að villast á stígamótum. Og þó að brautin liggi að langmestu leyti á mjög góðum og greiðfærum stígum varð ekki hjá því komist að fara um slóðir sem eru ekki eins greiðfærar. Er það einkum Kópavogsmegin í dalnum þar sem brautin liggur á mörkum byggðar og opns svæðis. Þar þarf að fara gegnum svæði HK, yfir lóð Snælandsskóla og loks svolítinn spotta eftir fáfarinni íbúðagötu (lokaðir botnlangar). Til að auðvelda keppendum að átta sig á við hverju má búast voru teknar nokkrar myndir á stöðum þar sem helst má búast við að eitthvað þurfi að útskýra eða vara við. Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri!
Hjólaskíðamótið – myndir úr brautinni
- Keppni
Deila
Facebook
Twitter