TAKIÐ DAGINN FRÁ!!
Hið árlega hjólaskíðamót Ullar fer fram laugardaginn 9. október næstkomandi kl 10.00 (ATH breytt tímasetning, var áður auglýst kl 11).
Við gerum ráð fyrir að vera á sama stað og fyrir 2 árum, á Völlunum í Hafnarfirði, en nánari upplýsingar um braut, staðsetningu, flokka og skráningu koma í næstu viku.
Ath, fullorðnir, 17+, mega einungis keppa á hjólaskíðum með stoppara (ekki á skautahjólaskíðum). Hjálmaskylda er í keppninni.
Hlökkum til að sjá sem allra flesta!