Hjólaskíðamót – upplýsingar

Eins og áður hefur verið auglýst þá fer hið árlega hjólaskíðamót Ullar fram laugardaginn 9. október kl. 10.00. Mótið fer fram á sama stað og fyrir 2 árum síðan, eða á Völlunum í Hafnarfirði. Mark og start er á gatnamótum Dofrahellu og Straumhellu.

Keppt verður í eftirfarandi flokkum og vegalengdum:

Ræsing kl. 10.00

9 ára og yngri (fædd 2012 og yngri): 2 (fara einn hring sem að er 2km)

10-12 ára (fædd 2009-2011): 4 km (2 x 2km hringur)

12 ára og yngri mega vera á hvort sem er línuskautum eða hjólaskíðum og er frjáls aðferð leyfileg

Ræsing kl 10.30

13-16 ára stúlkur og piltar (fædd 2005-2008) – 6 km ( 3 x 2km hringur) Hefðbundin aðferð.

17 ára og eldri konur og karlar (fædd 2004 og eldri) –  10km ( 5 x 2km hringur) Hefðbundin aðferð.

Ath, 13+, mega einungis keppa á hjólaskíðum með stoppara (ekki á skautahjólaskíðum).

Hjálmaskylda er í keppninni.

Þátttökugjald:

16 ára og yngri: frítt

17 ára og eldri: 1000kr

Hægt er að skrá sig á verslun.ullur.is, en einnig má skrá sig á staðnum.

Brautin:

Hringurinn verður 2km langur. Start er á gatnamótum Dofrahellu, Straumhellu og Borgarhellu. Farið er upp Dofrahellu og svo fljótlega beygt til vinstri og svo eftir skamma stund til hægri og farið upp Búðarhellu. Þegar komið er að gatnamótum Búðarhellu og Borgarhellu er beygt til hægri og Borgarhellu fylgt að gatnamótum Borgarhellu og Dofrahellu, þar beygt til hægri niður Dofrahellu. Fljótlega er svo aftur beygt til hægri og farið inn á sama hring og áður, farið upp Búðarhellu og að gatnamótum Búðarhellu og Borgarhellu í annað skiptið, en í þetta skiptið er beygt til vinstri og Borgarhellu fylgt alla leið þar til komið er að gatnamótum Dofrahellu, Straumhellu og Borgarhellu þar sem markið er. Athugið að fljótlega eftir að lagt er af stað upp Dofrahellu þarf að fara yfir lítinn bút með möl (um það bil 2metra bútur) og þar þarf að fara varlega.

Mynd af hringnum er hér að neðan:

Nánari upplýsingar veitir Málfríður í síma 894 6337.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur