Þriðjudagskvöldið 23. nóvember kl 20:00 heldur félagið sitt árlega kynningarkvöld. Kynningarkvöldið verðu að þessu sinni á netinu vegna fjöldatakmarkana. Smellið hér til að fara á fundinn. Á fundinum verður kynning á starfi vetrarins, bæði námskeiðum og mótum.
Sem fyrr, þá bjóðum við bæði upp á lengri og styttri námskeið í vetur fyrir byrjendur og aðeins lengra komna.
Auk þess verður boðið upp á einkanámskeið fyrir hópa. Við hvetjum fólk til að fjölmenna á fundinn á netinu og hlusta á hvort sem það hefur stundað íþróttina áður eða ekki.
Sjáumst!