Hjólaskíðamót Ullar, 16. október 2022 kl 10

Hið árlega hjólaskíðamót Ullar fer fram sunnudaginn 16. október næstkomandi klukkan 10.00 í Fossvoginum.

Skráning á mótið er á verslun.ullur.is

Keppt verður í eftirfarandi flokkum og vegalengdum:
– 9 ára og yngri (fædd 2013 og yngri) 2 km, 1x minni hringur
– 10 – 12 ára (fædd 2010-2012) 4 km, 2x minni hringur
– 12 ára og yngri mega vera á hvort sem er línuskautum eða hjólaskíðum og er frjáls aðferð leyfileg
– 13 – 16 ára stúlkur og piltar (fædd 2006-2009) 6,5 km, 1x stærri hringur + 1x minni hringur. Hefðbundin aðferð.
– 17 ára og eldri konur og karlar (fædd 2005 og eldri) 9 km, 2x stærri hringur. Hefðbundin aðferð.

Athugið að 13 ára og eldri mega einungis keppa á hjólaskíðum með stoppara (ekki á skautahjólaskíðum).
Hjálmaskylda er í keppninni.
Þátttökugjald:
16 ára og yngri fá frítt
17 ára og eldri borga 1.000kr

Skráningarfrestur er laugardagurinn 15. október kl 20:00

Kort af braut má sjá fyrir neðan.

Minnir hringur, 2km (smella á mynd til að sjá stærri mynd)
Stærri hringur 4,5km (smella á mynd til að sjá stærri mynd)

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur