Hjólaskíðamót – úrslit

Hið árlega hjólaskíðamót Ullar fór fram á Völlunum í Hafnarfirði laugardaginn 9. október. Þrátt fyrir rigningu af og til og bleytu á brautinni þá var góð og skemmtileg stemning og allt gekk vel fyrir sig. Farinn var 2km hringur og fóru keppendur 17 ára og eldri 5 hringi eða 10km. Fyrst allra í mark var Kristrún Guðnadóttir á tímanum 29:04. Fyrstur karla í mark varð Árni Georgsson á tímanum 30:45. Í flokki unglinga 13-16 ára sem að fóru 3 hringi eða 6km, urðu sigurvegarar María Kristín Ólafsdóttir og Hjalti Böðvarsson. Í flokki 10-12 ára sem að fóru 4km varð sigurvegari Áslaug Yngvadóttir.

Öll úrslit má nálgast hér.

Að móti loknu voru dregin út glæsileg útdráttarverðlaun frá Everest, Fjallakofanum, GG sport og Sportval. Þökkum þessum fyrirtækjum kærlega fyrir stuðninginn og þátttökuna!

Hjólaskíðin eru frábær leið til æfinga og undirbúnings fyrir veturinn og fleiri og fleiri sem að eru byrjaðir að stunda æfingar á hjólaskíðum. Er það von okkar að með þessari fjölgun verði fleiri og fleiri sem að vilja taka þátt í hjólaskíðamótum og stefnum við að því að halda enn stærra og glæsilegra mót á næsta ári.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur