Hermannsgangan á Akureyri 19. janúar 2013

Hermannsgangan, sem er hluti Íslandsgöngunnar, fer fram í Hlíðarfjalli laugardaginn 19.janúar næstkomandi. Keppt verður í 4 km, 12 km og 24 km göngu með hefðbundinni aðferð og því ættu allir að geta fundið sér vegalengd við hæfi. Gangan hefst kl 12. Allar frekari upplýsingar er hægt að finna hér:   Hermannsganga 2013

Skíðagöngunefnd SKA vonast til sjá sem flesta í Hlíðarfjalli 19. janúar.

Ullungar eru hvattir til að fjölmenna í gönguna. Stefnt er að því að sameinast í bíl/a og fara af stað norður kl. 17 á föstudag og til baka eftir verðlaunaafhendingu mótsins (ca. kl.16-17) á laugardeginum svo sem flestir geti tekið þátt í „World Snow day“ á sunnudeginum í Bláfjöllum og helstu garpar félagsins geti aðstoðað við námskeiðin þann dag.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur