Bláfjallagangan 2013

Bláfjallagangan 2013
Smellið á myndina til að stækka hana!

Bláfjallagangan fer fram við skála Ullunga í Bláfjöllum laugardaginn 2. febrúar. Gangan er hluti af Íslandsgöngumótaröð sem fram fer vítt og breitt um landið og er tilgangurinn m.a. að hvetja almenning til þátttöku í þessari hollu íþróttagrein. Gengið er með hefðbundinni aðferð (ekki leyfilegt að skauta).

Bláfjallagangan er 20 km og fá þeir sem ljúka henni stig í stigakeppni Íslandsgöngunnar. Keppt er í þremur aldursflokkum karla og kvenna, 16-34 ára, 35-49 ára og 50 ára og eldri.

Einnig eru í boði styttri vegalengdir. Keppt er í 5 og 10 km göngu í karla- og kvennaflokki og 2 km braut verður í boði fyrir yngstu keppendurna. Allir ættu því að geta fundið vegalengd við sitt hæfi.

Rástími er kl. 11:30 fyrir 9 ára og yngri og þá sem telja sig þurfa meira en tvær klst. til að ganga 20 km en kl. 12:00 fyrir aðra þátttakendur.

Þátttökugjald er 2.500 krónur fyrir 20 km gönguna en 1.500 kr. fyrir 13 ára og eldri sem ganga 10 eða 5 km. 12 ára og yngri greiða 500 kr.

Skráning er hér á síðunni (efst í hægri dálki) og mjög æskilegt er að sem allra flestir skrái sig fyrir fram til að flýta fyrir undirbúningi á mótsstað. Þó verður einnig hægt að skrá sig í skála Ullunga frá kl. 10:00 til kl. 11:00.

Verðlaunaafhending og veitingar í Breiðabliksskála að göngunni lokinni.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur