Heimseistaramótið – Snorri hefur keppni í dag, góður árangur hjá Kristrúnu

Kristrún Guðnadóttir náði frábærum árangir í gær í sprettgöngu með hefðbundinni aðferð. Aðstæður voru erfiðar, blautur mjúkur snjór sem ýfðist upp í hitanum. Kristrún endaði um miðjan hóp af um 100 keppendum, um það bil 27 sekúndum á eftir sigurvegaranum Jonna Sundling frá Svíþjóð.  Það dugði ekki til að komast áfram í úrslitakeppnina og munað einungis um 13 sekúndum að hún næði því. Frábær árangur!

Keppni á mótinu heldur áfram í dag. Kl. 14:20 hefst keppni í 30 km skiptigöngu karla þar sem fyrstu 15 km eru gengnir með hefðbundinni aðferð og seinni 15 km með frjálsri aðferð, strax í kjölfarið á hefðbundnahlutanum. RÚV sýnir beint frá göngunni. Ullungurinn Snorri Einarsson er á meðal keppenda og verður gaman að fylgjast með honum í dag. Á heimsbikarmótinu í Les Rousses í Frakklandi í lok janúar var Snorri nokkuð frá sínu besta. Keppni dagsins er hinsvegar í lengri kantinum og Snorri hefur sýnt að það virðist hentar honum betur. Hægt er að fylgjast með tímatökunni á heimasíðu FIS.

Skíðagöngufélagið Ullur sendir góða strauma og óskar honum góðs gengis!

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur