Heiðmörk

Heiðmörk,

Fyrr í dag barst okkur ábending frá Veitum um að vegurinn um Heiðmörk sé lokaður ökutækjum (með lokunarskiltum við Elliðavatnsbæ) . Fyrir mistök var vegurinn að skíðaspori Ullunga ruddur en Veitur hafa farið fram á að vegurinn sé lokaður þar til snjóa leysir.  Umrædd lokun er vegna vatnsverndarsjónarmiða þ.e. vegna hættu á að bílar fari útaf veginum og skapi þannig mögulega olíumengun.  Skíðagöngufélagið Ullur og Skógræktarfélag Reykjavíkur hafa óskað eftir að Reykjavíkurborg/Veitur endurskoði þessa afstöðu sína og íhugi frekar reglulega snjóhreinsun enda ætti þá að vera lítil hætta á umræddum umferðar-/mengunarslysum. 

Meðan á þessari lokun stendur er erfitt um vik að komast að skíðaspori Ullunga enda engin greið leið fyrir snjósleða/skíðaspora frá Elliðavatni og um 4 km gangur eftir veginum. 

Á meðan troðna sporið nýtist ekki vegna fyrrgreindra ástæða er vert að benda fólki á að hægt er að ganga á utanbrautarskíðum frá Elliðavatnsbænum eða auðvitað að leggja leið sína í hina ágætu aðstöðu okkar í Bláfjöllum.

Nefndin

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur