Heiðmörk
Okkur voru að berast upplýsingar frá Veitum að vegurinn um Heiðmörk er lokaður vélknúnum ökutækjum með tilliti til vatnsverndar. Fólk er því beðið um að keyra ekki uppá bílastæðið sem er við upphaf göngubrautar. Stöndum öll saman og virðum þessar takmarkanir! Það er afar mikilvægt að vernda vatnsbólin og nú sem aldrei fyrr í þessum válegu aðsæðum sem við búum við. Bílastæði eru til staðar við Elliðaárbæ. Til að ekki gæti misskilnings þá er ekki troðið þaðan uppað gönguspori Ullunga við Hjallabraut en troðinn var lítill hringur við bæinn fyrir krakkana. Það er hins vegar holótt braut.
Heiðmörk uppfært
- Óflokkað
Deila
Facebook
Twitter