Hafið þið séð Hengilmænu?

Hengilmæna
Hlýtur þetta ekki að vera Hengilmæna? Myndin var tekin 13. apríl 2005.

Ég fór að velta því fyrir mér í dag þegar ég gekk þennan frábæra 10 km hring sem þeir Bláfjallamenn eru búnir að troða fyrir okkur hvort Ullungar þekktu almennt Hengil-mænuna í Bláfjöllum. Ef ekki gæti verið skemmtilegt að kasta aðeins mæðinni þegar komið er upp á Heiðartoppinn og líta á hólinn sem er á vinstri hönd, áður en brautin sveigir til vinstri bak við hann. Efst á hólnum liggur biti úr hraunhellu, í laginu eins og hryggjarliður úr risaeðlu. Og ef horft er gegnum myndarleg mænugöngin blasir Hengillinn við! Hlýtur það ekki að vera Hengilmæna sem hefur Hengil í stað mænu?

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur