Þóroddur formaður hringdi úr Bláfjöllum og var alsæll með allar aðstæður. Veður orðið gott og ágætt skíðafæri. Þó nokkrir í brautinni á Neðri-Sléttu og líklega um tveir tugir farnir upp á heiði. Það er því ekki eftir neinu að bíða með að drífa sig á skíði. Skáli Ullar verður opinn a.m.k. til kl. 16 og þangað er hægt að sækja bæði húsaskjól og góð ráð, t.d. um skíðabúnað og áburð.
Góðar fréttir úr Bláfjöllum!
- Skíðafæri
Deila
Facebook
Twitter