Gleðilegt skíðaár-mótin framundan-snjóframleiðsla?

Sæl öll, þó ekki sé skíðafæri hér sunnanlands skulum við ekki láta hugfallast og halda okkar striki í ræktinni, hlaupum osvfrv.
Fyrsta mót Íslandsgöngunnar verður á Akureyri 15. janúar og þangað ættum við að fjölmenna, sameinumst í bíla og gistingu ef hægt er, svo þátttakan verði ekki dýrari en þörf er á. Ræðum það hér undir. Sjá nánar um Íslandsgönguna undir tengli hér á síðunni.

Ég frétti í dag skíðasvæði Hbs. hafa fengið vél til snjóframleiðslu og er unnið að því að finna leið til að hefja snjóframleiðslu þó það veðri ekki í stórum stíl og ekki ákveðið hvar það verður, ekki ólíklegt í barnabrekkum til að sýna fram á að þetta er hægt. Ég velti fyrir mér hvort ekki sé hægt að framleiða fyrir skíðaspor á túni eða malbikuðum götum sem ekki eru komnar í notkun í nýju hverfi.
Allar hugmyndir eru þegnar.
Þóroddur F.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur