Gleðileg jól Ullungar og aðrir unnendur skíðagöngu

Haustið byrjað vel fyrir okkur í Bláfjöllum og var frábært að sjá hve margir voru komnir á stað við æfingar. Nú bíðum við bara eftir að það bæta á en nokkuð er eftir af harðfenni hér og þar á göngsukíðasvæðinu í Bláfjöllum og ekki sýst þar sem þjappað var undir skíðasporin. Svo eigum við von á að fá nýjan þjálfara fyrir börn og unglinga sem er Rannveig Jónsdóttir, Ísfirðingur og mikið er spurt um námskeið fyrir fullorðna. Það verður því mikið fjör hjá okkur skíðagöngufólki á nýju ári.

En ég fór að spyrja mig þegar ég horfði út um gluggann í dag, hvers vegna er ekki framleiddur snjór á einhverju túni hér innan höfðuborgarsvæðisins og lagt spor? Nægur er kuldinn. Það ætti ekki að þurfa flólkin leyfi til þess að gera þetta en myndi gjörbreyta aðstöðu okkar. Við værum örugglega tilbúin til að borga fyrir afnot af slíku spori, það kostar jú nokkuð að aka 70 km fram og til baka í Bláfjöll. Sem viðmiðun má nefna að í æfingabúðunum á Ísafiðir í lok nóvember var aðallega notað einfalt spor í 800 m hring með ca 10-15 m hæðamun. Hvað segið þið um þetta? Á ég að hringja í Jón Gnarr eða senda Kertasnýki til hans á morgun með þennan jólapakka handa okkur??? :o)
Gleðileg jól og til hamingju með skíðabúnaðinn sem þið fáið frá jóalsveininum.
Þóroddur F.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur