Þá er það loksins byrjað, mótið sem krakkarnir hafa beðið eftir í allan vetur, Andrésar Andar Leikarnir. Í gærkvöldi vou leikarnir settir á hefðbundin hátt með skrúðgöngu og kvöldvöku í íþróttahöllinni á Akureyri. Okkar hópur, sem telur 13 börn og unglinga, söng sig hásan alla skrúðgönguna og stimplaði sig rækilega inn sem háværasta liðið miðað við höfðatölu.
Fyrsti keppnisdagur einkenndist af sviftingum í veðri, eins og gengur og gerist á Íslandi. Snjókoma, vindur og breytilegt færi gerði leikana að almennilegri áskorun fyrir iðkendur aðstoðarfólk.
Okkar krakkar náðu flottum árangri, allri kláruðu með sóma og sumir náðu meira að segja á hin eftirsóknarverða verðlaunapall, tvö gull hvorki meira né minna!
Á morgun fer svo fram keppni með frjálsri aðferð og á laugardag keppni í boðgöngu og þrautabraut fyrir þau allra yngstu.
Forvitnir geta nálgast úrslit, dagskrá, myndir og aðrar upplýsingar um mótið á www.skidi.is og á Facebook síðu leikanna.