Annar keppnisdagur á Andrésar Andar leikunum

Þá er öðrum keppnisdegi á Andrés lokið og þvílíkur dagur! Sól og logn (engar ýkjur) allan daginn sem jók á gleðina og ánægjuna hjá krökkunum svo um munaði.

Í dag var keppt með frjálsri aðferð, þau yngstu (6-9 ára) gengu 1 km, 10-11 ára gengu 2 km og þau elstu (12-15 ára) 3 km í skicross braut. Skicross er  þegar keppendur fara í braut þar sem lagðar hafa verið inn þrautir og hindranir sem keppendur fara um. Skemmtileg keppni sem reynir ekki bara á þol heldur skíðafærni og tækni líka.

Árangurinn lét ekki á sér standa frekar en í gær, eitt gull og eitt silfur verður að teljast frábær árangur. Heildarúrslit má nálgast á timataka.net

Á morgun verður svo keppti í boðgöngu þar sem Ullur verður með tvær sveitir og einn fulltúa í blandaðir sveit með Akureyringum. Að auki fá yngstu keppendurnir okkar  (5 ára) loksins sitt tækifæri á morgun þegar „keppt“ verður í þrautabraut, skemmtileg nýjung sem var fyrst á dagskrá í fyrra.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur