Keppt var í bikarmóti SKÍ í Bláfjöllum í gærkvöldi en þá áttust 23 keppendur við í sprettgöngu. Brautin var um 900 m löng og fljótastir allra voru þeir Guðmundur Sigurvin Bjarnason og Albert Jónsson, báðir frá Ísafirði, sem kepptu í flokki drengja 16-17 ára Tímamunur á þeim var aðeins 41/100 úr sekúndu, þeim fyrrnefnda í vil. Keppni meðal kvenna var þó jafnvel enn harðari. Þar var spretthörðust Katrín Árnadóttir, Ulli, sem keppti í flokki fullorðinna en aðeins 30/100 úr sekúndu síðar kom Elena Dís Víðisdóttir, Ísafirði, sem keppti í flokki stúlkna 16-17 ára. Heildarúrslit í sprettgöngunni má sjá hér: Úrslit í sprettgöngu
Þau mistök urðu í fyrstu útgáfu þessarar færslu að að tímar þeirra Katrínar og Elenu Dísar víxluðust. Það hefur nú verið leiðrétt og Katrín réttilega skráð fyrir besta tímanum. Þær eru beðnar velvirðingar á mistökunum. /gh.